Hálfsannleikur Landsnets Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun