Skammhlaup í Orkustofnun! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 27. mars 2014 07:00 Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.)
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun