Skammhlaup í Orkustofnun! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 27. mars 2014 07:00 Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.)
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar