Stöðugleiki og ábyrgð S. Björn Blöndal skrifar 24. mars 2014 06:00 Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fæstir tengdu Besta flokkinn við stöðugleika og ábyrgð þegar við tókum við borginni fyrir fjórum árum, ekki einu sinni við sjálf. En það kom í ljós að eftir margra ára óstöðugleika og ábyrgðarleysi var þetta einmitt það sem vantaði. Við löguðum okkur að því: það þurfa þau að gera sem eru kosin til að vinna fyrir fólk. Borgin þarf áfram stöðugleika og ábyrgð. Á þessu kjörtímabili höfum við komið Orkuveitunni úr vonlausri stöðu í góða stöðu. Við höfum unnið gegn atvinnuleysi með háu framkvæmdastigi og markvissum vinnumarkaðsaðgerðum. Og við ætlum að halda uppteknum hætti. Við getum ekki aðeins fagnað árangri á þessu kjörtímabili – við höfum líka lært. Við vitum að ábyrg fjármálastjórn skilar borginni miklu meiri hagnaði þegar til lengri tíma er litið en alls konar æfingar með gjöld og útsvar. Þær koma bara aftan að fólki síðar. Hvers vegna hefur okkur tekist að ná þessum stöðugleika og hvernig getum við tryggt hann áfram? Við nálguðumst verkefnin af auðmýkt og reyndum að skapa andrúmsloft samvinnu. Það er mikill fjársjóður falinn í stöðugleika. Það er líka mikill fjársjóður falinn í gleði og góðu viðmóti og í umhverfi samvinnu og gagnkvæmrar virðingar er eftirsóknarverðara að axla ábyrgð og auðveldara að standa undir miklum kröfum. Þannig vinnur Björt framtíð áfram. Ávinningurinn af stöðugleikanum er byrjaður að koma í ljós og hann verður ómældur ef stefna Bjartrar framtíðar ræður ferðinni. Reykjavík er nú þegar eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, listafólks, fólks í skapandi greinum og frumkvöðla. Pólitískur stöðugleiki þýðir að stefna er mótuð til lengri tíma. Þeir sem ráða ferðinni velja áherslur sem standast og geta séð til þess að þær standist. Reykjavík er borg menningar, frumkvæðis og fjölbreytileika. Sá pólitíski stöðugleiki sem Björt framtíð getur lofað, ef hún fær góða kosningu, er að Reykjavík eflist enn frekar sem nútímaleg menningarborg. Slíkar borgir draga til sín skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk og það gerir borgarlífið betra.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun