Verður Seðlabankinn aftur pólitíkinni að bráð ? Þröstur Ólafsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun