Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2014 07:30 Einar Þorvarðarson segir að HSÍ hafi efni á þjálfara í fullu starfi en geti ekki boðið sömu laun og félög úti í Evrópu. Vísir/Stefán Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira