Salernisgjald og bílastæða- gjald í stað náttúrupassa Kári Jónasson skrifar 6. mars 2014 06:00 Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Tengdar fréttir Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir.
Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar