Nú er komið nóg! Ungt fólk skrifar 1. mars 2014 06:00 Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun