Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Ingvar Smári Birgisson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. Með afglæpavæðingu fíkniefna væri fjárhagslegum grundvelli kippt undan skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áætlað andvirði fíkniefna sem seljast árlega hér á landi er talið vera 30 til 90 milljarðar. Stærsta og veigamesta orsök þess að erlend skipulögð glæpastarfsemi leitar til landsins er sú að mikla peninga er að hafa við fíkniefnasölu. Rétt eins og áfengisbannið skapaði mafíuna Vestanhafs, þá skapar fíkniefnabannið grundvöll fyrir skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Þegar engin lög gilda, þá ríkir stjórnleysi. Glæpasamtök nota ofbeldi til að leysa allar sínar deilur. Bæði heyja glæpasamtök stríð um yfirráðasvæði, þar sem barist er um réttinn til sölu fíkniefna, og viðskiptavinir eru beittir grófu ofbeldi ef þeir geta ekki borgað skuldir sínar, enda er ekki möguleiki að beita hefðbundnum innheimtuúrræðum. Nýlega hafa komið hryllileg mál á borð lögreglunnar þar sem fíkniefnasjúklingar hafa verið beittir grófu ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Á meðan glæpasamtök sjá um framleiðslu, flutning og sölu fíkniefna þá er ekkert eftirlit með gæðum efnanna né hag neytenda. Engar innihaldsupplýsingar fylgja efnunum, sem hefur leitt til dauða margra ungmenna, þar sem of stórir skammtar hafa verið teknir vegna skorts á upplýsingum um innihald efnanna. Þessi dauðsföll eru bein afleiðing fíkniefnabannsins. Þrátt fyrir að refsingar hafi verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Enn fremur hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefnaneyslu aukist, t.a.m. glæpir og heilbrigðisvandamál. Með afnámi fíkniefnabanns tökum við sterka afstöðu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Auðveldara verður að hafa eftirlit með framleiðslu og neyslu fíkniefnanna, þannig væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Ef markmið yfirvalda er að draga úr glæpum og heilbrigðisvandamálum, þá er ljóst að afnám fíkniefnabanns ber að skoða.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar