Andi hans svífur yfir skólanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 10:00 Ragnar hvatti unga listamenn til dáða „Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja. Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði hugsjón um að byggja upp menningarlíf á Íslandi,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólan í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Ragnar stofnaði Tónlistarfélagið árið 1932 og tók félagið að sér að reka Tónlistarskólann í Reykjavíkur fyrstu árin eftir að Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var komin í þrot með að reka skólann. Tónlistarskólinn tengist því Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum. „Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkari tónlistarmenntun þó það beinist spjót úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó að það sé erfitt árferði.“ Við Tónlistarskóla Reykjavíkur er starfrækt sinfóníuhljómsveit sem mun leika sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns á hátíðartónleikunum í Hörpu. „Við höldum tvenna hljómsveitartónleika á ári en það er aðeins meira lagt í þessa tónleika. Við erum með mjög sterka nemendur, bæði í strengja- og blásaradeild, og núna er hægt að flytja þessi stóru hljómsveitarverk. Það hafa staðið yfir strangar æfingar og við hlökkum mikið til. Þetta verða glæsilegir tónleikar,“ segir Freyja.
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira