Spamalot sýnt í Stjórnarráðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn söngleikinn Spamalot sem kemur úr smiðju Monty Python-grínaranna. Þeir voru reyndar upp á sitt besta á áttunda áratugnum og sá húmor sem birtist í íslenskri gerð verksins er ansi úr sér genginn og slappur. Engin tilraun er gerð til að nýta tækifærið og skjóta á íslensk stjórnvöld, enda sjá þau svo sem fyllilega um það sjálf að vera aðhlátursefni og kannski engin ástæða til að listamenn reyni að bæta þar um betur. Spamalot minnti þó, hvort sem það var óvart eður ei, töluvert á ástandið á Íslandi í dag. Hinn að því er virðist grunnhyggni Artúr konungur safnar um sig hirð riddara, sem stíga ekki í vitið frekar en hann sjálfur en fyllast sjálfumgleði og hroka við að verða liðsmenn þessa frægasta riddarahóps sögunnar. Saman leggur svo hópurinn upp í leitina að hinum heilaga gral. Hrokinn og ofurtrú á eigið ágæti er leiðarstef hópsins, sem auðvitað verður til þess að þeir reka sig á veggi hvar sem þeir koma, klúðra öllu með heimsku og klaufaskap og ekki nokkrum manni dettur í hug að bera virðingu fyrir þeim. Sigmundur Davíð virðist hafa haft sama stef að leiðarljósi þegar hann valdi sér samstarfsmenn í ríkisstjórnarflokk Framsóknarflokksins; því sjálfumglaðari, grunnhyggnari og verr upplýstir þeim mun betri kandídatar í framvarðasveit flokksins. Vigdís Hauksdóttir er reyndar ekki ráðherra en af einhverjum ástæðum virðist hún veljast oftar en aðrir flokksmenn til að hafa orð fyrir stefnu flokksins með skelfilegum afleiðingum.Fleiprið og rangfærslurnar sem hún lét út úr sér í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær hljómuðu eins og einhver illviljaður háðfugl hefði skrifað fyrir hana handrit sem gerði hana sem allra heimskulegasta: „Malta er sjálfstjórnarríki innan stærra lands, það er ekkert land“, „Það er hungursneyð í Evrópu“ og fleiri fjólur runnu frá henni viðstöðulaust, án þess að nokkur leiðrétti hana. Utanríkisráðherrann okkar bullar út í eitt og sendir frá sér beinlínis hættulegar yfirlýsingar um önnur ríki, og þó einkum ríkjasambandið ESB, sem enga stoð eiga sér í veruleikanum og lýsa skelfilegu þekkingarleysi. Forsætisráðherra sjálfur sýnir ítrekað af sér fádæma hroka og yfirgang og kvartar svo hástöfum yfir því að fólk skuli „leggja hann í einelti“ í stað þess að kunna að meta hann. Vissulega er þetta klassískt efni í farsa en þetta er ekki fyndið – væri ekki einu sinni fyndið á sviði – og það versta er að sýningin er rétt byrjuð. Það eru þrjú ár í hléið. Ætlar þjóðin virkilega að sitja prúð undir þessari sýningu til enda og standa kannski upp og klappa í lokin? Hvað er orðið um baráttuandann úr búsáhaldabyltingunni? Það má labba út af miðri leiksýningu og láta þau boð út ganga að þetta sé ekki sýning sem sé þess virði að sjá. Gildir ekki sama regla um farsa ríkisstjórna?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun