Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 08:00 Einstaklingar sem koma á einn eða annan hátt nálægt barnaverndarmálum segja sína skoðun á málaflokknum. Hópur barna sem á í alvarlegum vanda á Íslandi er ekki endilega mjög stór en hann er erfiður. Börnin eru í fíkniefnaneyslu, í mörgum tilfellum með geðraskanir, í afbrotum og búa meira og minna á götunni. Þetta eru börnin sem eru á brúninni og oft festast þau á gráu svæði út lífið. Þau passa hvergi inn í ramma samfélagsins og leiðast út í dópneyslu sem hjálpar þeim að lifa með geðröskununum eða til að passa inn í einhvern hóp.Vantar úrræði Börnin rekast á enn einn vegginn í meðferðarúrræðum ríkisins. Engin meðferð er til fyrir börn sem þurfa að komast yfir fíkn sína og læra að lifa með geðröskunum sínum.Ráðgjafar hjá Foreldrahúsi segja sárlega vanta sértæka vímuefnameðferð fyrir börn, þar sem unnið er með fíknina en ekki bara einblínt á hegðunarvandann. Þeir segja að fíkn sé ekki óþægð hjá börnum, þau séu raunverulega háð efnum sem breyta skapgerð þeirra og persónuleika.Foreldrar ráðalausirForeldrar segja kerfið ekki grípa börnin þeirra. Það þurfi að bregðast strax við með afgerandi hætti. Foreldrar standa ráðalausir og hafa engin verkfæri til að grípa barnið sitt þegar það sekkur dýpra og dýpra í neyslu á götunni, oft ekki fyrr en það er orðið of seint og barnið skaðað eftir erfiða reynslu í undirheimum. Foreldrar sem Fréttablaðið ræddi við vilja að barn í svo alvarlegum vanda sé lokað inni og þannig sé það tekið úr skaðlegum aðstæðum.Versnar við 18 ára aldur Fréttablaðið hefur rætt við fjölda fagfólks sem starfar með börnum í vanda, foreldra barna og börnin sjálf. Allir hafa sama markmið, að hjálpa börnunum að komast af gráa svæðinu. Því miður eru mörg börn sem aldrei komast þaðan og vandinn verður erfiðari með hverju árinu. Eftir 18 ára aldur eru þau ekki lengur undir umsjá barnaverndaryfirvalda og þá liggur leiðin oft í afbrot, fangelsisvist og útigang.Dýrt fyrir samfélagið Fyrir utan félagslegu vandamálin þá er þessi hópur dýr fyrir ríkið. Það er hagstæðara að einstaklingar geti séð um sig sjálfir og jafnvel gefið af sér til samfélagsins. Allir viðmælendur Fréttablaðsins hafa verið sammála um eitt; það vantar fjármagn í málaflokkinn. En þá má spyrja hversu mikið mundi sparast ef hægt er að koma, þótt það væri ekki nema hluta hópsins, af brúninni.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraSkipulagsskortur skaðar börnin „Það er nauðsynlegt og skylt að auka fjárframlög til þessara mála,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Það er samfélaginu dýrkeypt að spara í þessum málum.“ Eygló segir að næsta verkefni sé að skoða hvernig best megi nýta þá fjármuni sem eru fyrir hendi í kerfinu, en jafnframt greina hvar helst þarf á auknum fjármunum að halda. „Á grundvelli þess mun ég beita mér í fjárlagavinnu næsta árs til að sækja aukið fé í þessum málaflokki til verkefna þar sem þörfin er brýnust.“Flókinn málaflokkur Eygló segir að þurfa komi í veg fyrir að einstaklingar verði háðir félags- og heilbrigðiskerfinu fyrir lífstíð eins og kostur er. Hún segir málaflokkinn flókinn og flækjustig stofnanakerfisins allt of hátt enda varði málaflokkurinn verkefnasvið fjögurra ráðherra og sveitarfélaga. „Þessu til viðbótar annast einkaaðilar og félagasamtök rekstur ýmissa úrræða. Ríkið veitir þeim rekstrarfé án þess að fyrir liggi nákvæmlega hvað eigi að felast í þjónustunni, hver sé kaupandi og hver beri ábyrgð á eftirliti. Ég er ekki að gagnrýna starfsemi þessara samtaka og einkaaðila, heldur miklu frekar slælega stjórnun hins opinbera og skort á heildarsýn,“ segir Eygló.Sárvantar heildarstefnu Hún segir sárvanta skýra heildarstefnu í þessum málum sem tryggi einfaldra og aðgengilegra þjónustukerfi og samfellda þjónustu við þá sem þurfa hennar með. „Núverandi skipulag, eða skipulagsskortur, ýtir undir að stofnanir og stjónsýsla kasti ábyrgð á milli sín og einstaklingarnir gjalda fyrir.“ Í ráðuneytinu er verið að vinna að mótun fjölskyldustefnu og telur Eygló nauðsynlegt að koma inn á þessi mál í stefnunni. Sérfræðingar munu verða kallaðir til, frá mismunandi ráðuneytum og sveitarfélögum.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar ReykjavíkurEfla samvinnuHalldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir ríki og sveitafélög þurfa að stilla saman strengi. „Kerfið má ekki vera í hólfum, við þurfum að vinna saman. Barnavernd, Barnaverndarstofa félagsþjónusta og heilbrigðiskerfi þurfa að taka í sameiningu á móti börnunum, líka þegar þau eru orðin 18 ára, og hætta að vísa hvert á annað.“ Halldóra segir einnig að úrræðin þurfi að vera nær borginni, því vegalengdir skipti máli upp á tíma, mannafla og orku sem fer í að sinna barni.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Skortir áhuga „Þeir sem eru við stjórnvölinn í heilbrigðismálum mættu hafa meiri áhuga,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Og þeim áhuga þarf að fylgja fjármagn. Þórarinn segir að bæta þyrfti við starfi geðlæknis eða sálfræðings á deild á Vogi og þá ætti stofnunin betra með að taka á móti þessum hópi barna. „Það þarf að styðja betur við úrræðin sem fyrir eru, bæta þau og stækka. Það er betra en að finna endalaust upp nýjar lausning því þar er reynslan og þekkingin.“Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans.Grípa fyrr inn íGuðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), segir að eingöngu sé til fíknideild fyrir fullorðna. „Það getur verið hluti af framtíðarsýn að stofna sambærilega deild fyrir börn og unglinga með fíkni- og geðrænan vanda. Slíkar hugmyndar hafa þó ekki verið mótaðar hér á Barna- og unglingageðdeild enda höfum við nóg með að sinna þeim verkefnum sem við erum að fást við í dag." Guðrún segir að þegar barn- eða unglingur byrji að fikta við fíkniefnaneyslu sé mikilvægt að grípa strax í taumana. „ Hvað varðar kerfið í heild sinni þarf að huga betur að nærumhverfinu, efla fræðslu- og forvarnarkerfið og efla þjónustu fyrir þau börn sem eru í áhættuhópi."Fastur í kerfinuAron Elí Smárason var á meðferðarheimilium frá 13 til 18 ára aldurs. „Í fyrsta lagi lærði ég að dópa almennilega inni á Stuðlum, því ég var í meðferð með mun eldri og harðari krökkum. Það þyrfti að sérhæfa meðferðir á íslandi.“ Annað sem honum finnst ábótavant er eftirfylgni eftir meðferð, að koma börnum af stað í lífinu, hjálpa þeim að fara í tómstundir og komast í réttan félagsskap. „Það er margt gott í meðferðum en vandinn er að þegar maður er kominn inn í kerfið er erfitt að komast út úr því.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Hópur barna sem á í alvarlegum vanda á Íslandi er ekki endilega mjög stór en hann er erfiður. Börnin eru í fíkniefnaneyslu, í mörgum tilfellum með geðraskanir, í afbrotum og búa meira og minna á götunni. Þetta eru börnin sem eru á brúninni og oft festast þau á gráu svæði út lífið. Þau passa hvergi inn í ramma samfélagsins og leiðast út í dópneyslu sem hjálpar þeim að lifa með geðröskununum eða til að passa inn í einhvern hóp.Vantar úrræði Börnin rekast á enn einn vegginn í meðferðarúrræðum ríkisins. Engin meðferð er til fyrir börn sem þurfa að komast yfir fíkn sína og læra að lifa með geðröskunum sínum.Ráðgjafar hjá Foreldrahúsi segja sárlega vanta sértæka vímuefnameðferð fyrir börn, þar sem unnið er með fíknina en ekki bara einblínt á hegðunarvandann. Þeir segja að fíkn sé ekki óþægð hjá börnum, þau séu raunverulega háð efnum sem breyta skapgerð þeirra og persónuleika.Foreldrar ráðalausirForeldrar segja kerfið ekki grípa börnin þeirra. Það þurfi að bregðast strax við með afgerandi hætti. Foreldrar standa ráðalausir og hafa engin verkfæri til að grípa barnið sitt þegar það sekkur dýpra og dýpra í neyslu á götunni, oft ekki fyrr en það er orðið of seint og barnið skaðað eftir erfiða reynslu í undirheimum. Foreldrar sem Fréttablaðið ræddi við vilja að barn í svo alvarlegum vanda sé lokað inni og þannig sé það tekið úr skaðlegum aðstæðum.Versnar við 18 ára aldur Fréttablaðið hefur rætt við fjölda fagfólks sem starfar með börnum í vanda, foreldra barna og börnin sjálf. Allir hafa sama markmið, að hjálpa börnunum að komast af gráa svæðinu. Því miður eru mörg börn sem aldrei komast þaðan og vandinn verður erfiðari með hverju árinu. Eftir 18 ára aldur eru þau ekki lengur undir umsjá barnaverndaryfirvalda og þá liggur leiðin oft í afbrot, fangelsisvist og útigang.Dýrt fyrir samfélagið Fyrir utan félagslegu vandamálin þá er þessi hópur dýr fyrir ríkið. Það er hagstæðara að einstaklingar geti séð um sig sjálfir og jafnvel gefið af sér til samfélagsins. Allir viðmælendur Fréttablaðsins hafa verið sammála um eitt; það vantar fjármagn í málaflokkinn. En þá má spyrja hversu mikið mundi sparast ef hægt er að koma, þótt það væri ekki nema hluta hópsins, af brúninni.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraSkipulagsskortur skaðar börnin „Það er nauðsynlegt og skylt að auka fjárframlög til þessara mála,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. „Það er samfélaginu dýrkeypt að spara í þessum málum.“ Eygló segir að næsta verkefni sé að skoða hvernig best megi nýta þá fjármuni sem eru fyrir hendi í kerfinu, en jafnframt greina hvar helst þarf á auknum fjármunum að halda. „Á grundvelli þess mun ég beita mér í fjárlagavinnu næsta árs til að sækja aukið fé í þessum málaflokki til verkefna þar sem þörfin er brýnust.“Flókinn málaflokkur Eygló segir að þurfa komi í veg fyrir að einstaklingar verði háðir félags- og heilbrigðiskerfinu fyrir lífstíð eins og kostur er. Hún segir málaflokkinn flókinn og flækjustig stofnanakerfisins allt of hátt enda varði málaflokkurinn verkefnasvið fjögurra ráðherra og sveitarfélaga. „Þessu til viðbótar annast einkaaðilar og félagasamtök rekstur ýmissa úrræða. Ríkið veitir þeim rekstrarfé án þess að fyrir liggi nákvæmlega hvað eigi að felast í þjónustunni, hver sé kaupandi og hver beri ábyrgð á eftirliti. Ég er ekki að gagnrýna starfsemi þessara samtaka og einkaaðila, heldur miklu frekar slælega stjórnun hins opinbera og skort á heildarsýn,“ segir Eygló.Sárvantar heildarstefnu Hún segir sárvanta skýra heildarstefnu í þessum málum sem tryggi einfaldra og aðgengilegra þjónustukerfi og samfellda þjónustu við þá sem þurfa hennar með. „Núverandi skipulag, eða skipulagsskortur, ýtir undir að stofnanir og stjónsýsla kasti ábyrgð á milli sín og einstaklingarnir gjalda fyrir.“ Í ráðuneytinu er verið að vinna að mótun fjölskyldustefnu og telur Eygló nauðsynlegt að koma inn á þessi mál í stefnunni. Sérfræðingar munu verða kallaðir til, frá mismunandi ráðuneytum og sveitarfélögum.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar ReykjavíkurEfla samvinnuHalldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir ríki og sveitafélög þurfa að stilla saman strengi. „Kerfið má ekki vera í hólfum, við þurfum að vinna saman. Barnavernd, Barnaverndarstofa félagsþjónusta og heilbrigðiskerfi þurfa að taka í sameiningu á móti börnunum, líka þegar þau eru orðin 18 ára, og hætta að vísa hvert á annað.“ Halldóra segir einnig að úrræðin þurfi að vera nær borginni, því vegalengdir skipti máli upp á tíma, mannafla og orku sem fer í að sinna barni.Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Skortir áhuga „Þeir sem eru við stjórnvölinn í heilbrigðismálum mættu hafa meiri áhuga,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Og þeim áhuga þarf að fylgja fjármagn. Þórarinn segir að bæta þyrfti við starfi geðlæknis eða sálfræðings á deild á Vogi og þá ætti stofnunin betra með að taka á móti þessum hópi barna. „Það þarf að styðja betur við úrræðin sem fyrir eru, bæta þau og stækka. Það er betra en að finna endalaust upp nýjar lausning því þar er reynslan og þekkingin.“Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans.Grípa fyrr inn íGuðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), segir að eingöngu sé til fíknideild fyrir fullorðna. „Það getur verið hluti af framtíðarsýn að stofna sambærilega deild fyrir börn og unglinga með fíkni- og geðrænan vanda. Slíkar hugmyndar hafa þó ekki verið mótaðar hér á Barna- og unglingageðdeild enda höfum við nóg með að sinna þeim verkefnum sem við erum að fást við í dag." Guðrún segir að þegar barn- eða unglingur byrji að fikta við fíkniefnaneyslu sé mikilvægt að grípa strax í taumana. „ Hvað varðar kerfið í heild sinni þarf að huga betur að nærumhverfinu, efla fræðslu- og forvarnarkerfið og efla þjónustu fyrir þau börn sem eru í áhættuhópi."Fastur í kerfinuAron Elí Smárason var á meðferðarheimilium frá 13 til 18 ára aldurs. „Í fyrsta lagi lærði ég að dópa almennilega inni á Stuðlum, því ég var í meðferð með mun eldri og harðari krökkum. Það þyrfti að sérhæfa meðferðir á íslandi.“ Annað sem honum finnst ábótavant er eftirfylgni eftir meðferð, að koma börnum af stað í lífinu, hjálpa þeim að fara í tómstundir og komast í réttan félagsskap. „Það er margt gott í meðferðum en vandinn er að þegar maður er kominn inn í kerfið er erfitt að komast út úr því.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00
Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00