Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi.
Alpatvíkeppnin hefst klukkan sjö að íslenskum tíma og er fyrst keppt í bruni. Árangur keppenda þar ræður svo niðurröðuninni í sviginu sem hefst klukkan 11.00.
Augu flestra munu svo beinast að skíðaskotfimi karla en þar fær Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen (á mynd), sem er fertugur, tækifæri til að slá met landa síns, Björns Dæhli, en báðir hafa unnið tólf verðlaun á Vetrarólympíuleikum.
Björndalen fagnaði sigri í 10 km skíðaskotfimi karla á laugardaginn og jafnaði þar með met Dæhli. Keppni í grein dagsins hefst klukkan 15.00 en sýnt er frá leikunum á Stöð 2 Sport og á íþróttavef Vísis.
Björndalen getur bætt met Dæhli

Tengdar fréttir

Björndalen jafnaði met Dæhlie
Hinn fertugi Ole Einar Björndalen vann í dag sín tólftu verðlaun á Vetrarólympíuleikum og jafnaði þar með árangur landa síns, Björn Dæhlie.

Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 3
Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þriðji keppnisdagur leikanna er í dag.