Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Sumarið 2012 fjarlægði lögregla þrjú börn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í kjölfar úrskurðar dómstóla í forræðisdeilu hennar og Kims Laursen. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi. Hjördís Svan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi.
Hjördís Svan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira