Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Sumarið 2012 fjarlægði lögregla þrjú börn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í kjölfar úrskurðar dómstóla í forræðisdeilu hennar og Kims Laursen. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi. Hjördís Svan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi.
Hjördís Svan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira