"Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2014 08:00 María ásamt Erlu Ásgeirsdóttur í æfingaferð stúlknanna í Austurríki í janúar. Mynd/Aðsend „Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Sjá meira
„Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Sjá meira
Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53
Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19
Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00