Oft er það gott er gamlir kveðja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun