Atvinnuleit hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 25. janúar 2014 06:00 Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun