Norræn samstaða í hvikulum heimi Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja skrifar 8. janúar 2014 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun