Rolf Toft: Víkingur hafði meiri áhuga Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 12:30 Rolf Toft varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í sumar. vísir/andri marinó „Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51