Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:44 „Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49