Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 18:45 Vísir/Ernir Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira