Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Linda Blöndal skrifar 7. desember 2014 18:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent