Ingvar: Hef aldrei lent undir í samkeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 10:39 Ingvar Jónsson í leik gegn pólska stórliðinu Lech Poznan í sumar. vísir/afp „Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15