Frambjóðendum Framsóknar var bannað að segja hvað ætti að færa skuldir mikið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. nóvember 2014 11:33 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni. Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira