Frambjóðendum Framsóknar var bannað að segja hvað ætti að færa skuldir mikið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. nóvember 2014 11:33 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að frambjóðendum flokksins hafi verið bannað að nefna einhverja ákveðna tölu í kosningabaráttunni í tengslum við skuldaniðurfellingarloforð flokksins. Hann vísaði gagnrýni á að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru mun lægri en lofað hafði verið á bug. Þetta sagði hann í umræðum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann og Svandís Svavarsdóttir ræddu pólitíkina. „Okkur var beinlínis óheimilt að tala um ákveðna prósentu leiðréttingu eins og hafði verið talað um 2009, þegar talað var um 20 prósent leiðréttingu. Síðan sagði ég eigum við ekki að nefna einhverja tölu núna en nei, við getum ekki gert það vegna þess að þetta er orðið svo flókið,“ sagði Frosti.Sjá einnig: Allt um skuldaniðurfærsluna á 90 sekúndum Framsóknarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að standa ekki við loforð um að veita 300 milljörðum til verkefnisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, tók virkan þátt í umræðum í kosningaþætti RÚV þar sem 300 milljarða talan var til grundvallar. Þá nefndi hann 240 milljarða sem dæmi í viðtali í Fréttablaðinu. Hann hefur hinsvegar neitað því að hafa lofað þeirri upphæð. Frosti fullyrti hinsvegar að engar tölur hefðu verið nefndar í aðdraganda kosninganna vegna skuldalækkunarinnar og sagði að það hefði ekki mátt vekja upp væntingar hjá fólki um ákveðna prósentutölu eða ákveðna lækkun þar sem það hefði svo margt breyst frá því að loforð um 20 prósenta skuldaniðurfellingu var lofað. Þá hafnaði hann einnig því að ríkissjóður fjármagni aðgerðirnar nú þvert á það sem lofað var. Vísaði hann til þess að aðgerðirnar væru fjármagnaðar með hækkun á bankaskatti og með því að fella burt undanþágu slitabúa föllnu bankanna frá skattinum. „Við afnámum þessa undanþágu, hækkuðum skatta á fjármálafyrirtækin, tökum peninga frá fjármálafyrirtækjum og færum til heimilanna,“ sagði hann en viðurkenndi að peningarnir ættu viðkomu í ríkissjóði. Fjármögnun aðgerðanna hefur verið sett í þetta samhengi af stjórnvöldum en fjármögnun aðgerðanna var flýtt. Til þess verða nýttir fjármunir sem meðal annars fengust í formi arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum sem ríkið á hluti í og Seðlabankanum. Þar munar mest um tæplega 20 milljarða arðgreiðslu frá Landsbankanum. Hægt er að hlusta á umræður Frosta og Svandísar í spilaranum efst í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent