Raddlausa kynslóðin Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 17. nóvember 2014 17:22 Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun