Forystuhlutverk íslensks sjávarútvegs Ketill Berg Magnússon skrifar 30. október 2014 15:11 Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar