Aðeins 11 af 31 hefðu verið kosnir efnilegastir undir nýja fyrirkomulaginu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 13:44 Elías Már Ómarsson var mjög góður með Keflavík í sumar. vísir/valli Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði sex mörk í 20 leikjum fyrir Suðurnesjaliðið í sumar, var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af öðrum leikmönnum deildarinnar. Elías Már, sem er fæddur árið 1995 og er 19 ára gamall, fékk verðlaunin á lokahófi KSÍ sem haldið var í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum í gær. Þó Elías hafi staðið sig frábærlega í sumar kom mörgum á óvart að Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki verið valinn, en hann skoraði ellefu mörk í 21 leik og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.Ólafur Karl Finsen var líklegur að margra mati en hann var ekki gjaldgengur.vísir/daníelMálið er að Ólafur Karl var ekki gjaldgengur því KSÍ breytti aldursviðmiðinu fyrir kjörið í ár, en þetta staðfestir ÞórirHákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Í stað þess að mega kjósa þá sem gjaldgengir eru í U21 árs landsliðið og geta því verið á 22. aldursári er nú miðað við að kjósa þá stráka og stelpur sem eru ekki eldri en á 19. aldursári, það er þá sem eru enn gjaldgengir í 2. flokk.Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, vakti fyrst athygli á þessu þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: „Ánægður með að Aron Elís [Þrándarson, Víkingi] var valinn efnilegstur hjá [fótbolta].net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu“ Aðspurður hver ástæðan væri svaraði hann: „Stóð á blaðinu að leikmenn mættu ekki vera eldri en '95 [módel].“ Og hann bætti svo við: „Valið breyttist í það að spurja 2. flokks strákanna hverjir væru 95 í deildinni.“Aron Elís Þrándarson er fæddur 1994 og var ekki gjaldgengur í ár.vísir/andri marinóLeikmenn Pepsi-deildarinnar gátu því ekki kosið nokkra góða sem eru á U21 árs landsliðs aldri þó þeir hefðu viljað það. Þar má nefna spilara á borð við Ólaf Karl Finsen (1992), samherja hans MartinRauschenberg í Stjörnunni (1992) og Aron Elís Þrándarson sem fæddur er 1994. Þetta var í 31. sinn sem leikmenn í efstu deild kusu þann efnilegasta, en fyrst fór fram leikmannakjör eftir tímabilið 1984 þegar BjarniSigurðsson, markvörður ÍA, var kosinn bestur og GuðniBergsson, varnarmaður í Val, var kosinn efnilegastur. Vísir tók saman listann yfir þá sem hafa verið kosnir efnilegastir og kemur í ljós að aðeins ellefu af þeim 31 sem hreppt hafa verðlaunin í sögu þeirra væru gjaldgengir undir núverandi fyrirkomulagi. Þar af eru aðeins fjórir gjaldgengir á síðustu átján árum.Sautján ára gamall Jóhann Berg Guðmundsson á fullri ferð gegn KR 2008.vísir/antonÞeir sem hafa verið kosnir undanfarin ár; Arnór Ingvi Traustason, Keflavík, Jón Daði Böðvarsson, selfossi, Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki og Alfreð Finnbogason, Breiðabliki, hefðu ekki fengið verðlaunin hefði þá verið miðað við annan flokks aldurinn. Sá síðasti sem var gjaldgengur undir núverandi fyrirkomulagi er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton á Englandi og íslenska landslisðins, en hann var 17 ára þegar hann var kosinn efnilegastur af leikmönnum deildarinnar sumarið 2008.Ár - Leikmaður, Lið - fæddur árið - (gjaldgengur?)2014Elías Már Ómarsson, Keflavík - 1995 (já)2013 Arnór Ingvi Traustason, Keflavík - 1993 (nei)2012 Jón Daði Böðvarsson, Selfossi - 1992 (nei)2011 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV - 1990 (nei)2010 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki - 1990 (nei)2009 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki - 1989 (nei)2008Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðabliki - 1990 (já)2007 Matthías Vilhjálmsson, FH - 1987 (nei)2006 Birkir Már Sævarsson, Val - 1984 (nei)2005 Hörður Sveinsson, Keflavík - 1983 (nei)2004 Emil Hallfreðsson, FH - 1984 (nei)2003 Ólafur Ingi Skúlason, Fylki - 1983 (nei)2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV - 1982 (nei)2001Grétar Rafn Steinsson, ÍA - 1982 (já)2000Helgi Valur Daníelsson, Fylki - 1981 (já)1999 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík - 1977 (nei)1998 Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR - 1977 (nei)1997 Sigurvin Ólafsson, ÍBV - 1976 (nei)1996Bjarni Guðjónsson, ÍA - 1979 (já)1995 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV - 1974 (nei)1994Eiður Smári Guðjohnsen, Val - 1978 (já)1993 Þórður Guðjónsson, ÍA - 1973 (nei)1992 Arnar Gunnlaugsson, ÍA - 1973 (já)1991Arnar Grétarsson, Breiðabliki - 1972 (já)1990 Steinar Guðgeirsson, Fram - 1971 (já)1989 Ólafur Gottskálksson, ÍA - 1968 (nei)1988 Arnljótur Davíðsson, Fram - 1968 (nei)1987Rúnar Kristinsson, KR - 1969 (já)1986 Gauti Laxdal, Fram - 1966 (nei)1985 Halldór Áskelsson, Þór - 1965 (nei)1984Guðni Bergsson, Val - 1965 (já)Ánægður með að Aron Elís var valinn efnilegstur hjá .net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) October 17, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði sex mörk í 20 leikjum fyrir Suðurnesjaliðið í sumar, var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af öðrum leikmönnum deildarinnar. Elías Már, sem er fæddur árið 1995 og er 19 ára gamall, fékk verðlaunin á lokahófi KSÍ sem haldið var í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum í gær. Þó Elías hafi staðið sig frábærlega í sumar kom mörgum á óvart að Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki verið valinn, en hann skoraði ellefu mörk í 21 leik og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.Ólafur Karl Finsen var líklegur að margra mati en hann var ekki gjaldgengur.vísir/daníelMálið er að Ólafur Karl var ekki gjaldgengur því KSÍ breytti aldursviðmiðinu fyrir kjörið í ár, en þetta staðfestir ÞórirHákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Í stað þess að mega kjósa þá sem gjaldgengir eru í U21 árs landsliðið og geta því verið á 22. aldursári er nú miðað við að kjósa þá stráka og stelpur sem eru ekki eldri en á 19. aldursári, það er þá sem eru enn gjaldgengir í 2. flokk.Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, vakti fyrst athygli á þessu þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: „Ánægður með að Aron Elís [Þrándarson, Víkingi] var valinn efnilegstur hjá [fótbolta].net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu“ Aðspurður hver ástæðan væri svaraði hann: „Stóð á blaðinu að leikmenn mættu ekki vera eldri en '95 [módel].“ Og hann bætti svo við: „Valið breyttist í það að spurja 2. flokks strákanna hverjir væru 95 í deildinni.“Aron Elís Þrándarson er fæddur 1994 og var ekki gjaldgengur í ár.vísir/andri marinóLeikmenn Pepsi-deildarinnar gátu því ekki kosið nokkra góða sem eru á U21 árs landsliðs aldri þó þeir hefðu viljað það. Þar má nefna spilara á borð við Ólaf Karl Finsen (1992), samherja hans MartinRauschenberg í Stjörnunni (1992) og Aron Elís Þrándarson sem fæddur er 1994. Þetta var í 31. sinn sem leikmenn í efstu deild kusu þann efnilegasta, en fyrst fór fram leikmannakjör eftir tímabilið 1984 þegar BjarniSigurðsson, markvörður ÍA, var kosinn bestur og GuðniBergsson, varnarmaður í Val, var kosinn efnilegastur. Vísir tók saman listann yfir þá sem hafa verið kosnir efnilegastir og kemur í ljós að aðeins ellefu af þeim 31 sem hreppt hafa verðlaunin í sögu þeirra væru gjaldgengir undir núverandi fyrirkomulagi. Þar af eru aðeins fjórir gjaldgengir á síðustu átján árum.Sautján ára gamall Jóhann Berg Guðmundsson á fullri ferð gegn KR 2008.vísir/antonÞeir sem hafa verið kosnir undanfarin ár; Arnór Ingvi Traustason, Keflavík, Jón Daði Böðvarsson, selfossi, Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki og Alfreð Finnbogason, Breiðabliki, hefðu ekki fengið verðlaunin hefði þá verið miðað við annan flokks aldurinn. Sá síðasti sem var gjaldgengur undir núverandi fyrirkomulagi er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton á Englandi og íslenska landslisðins, en hann var 17 ára þegar hann var kosinn efnilegastur af leikmönnum deildarinnar sumarið 2008.Ár - Leikmaður, Lið - fæddur árið - (gjaldgengur?)2014Elías Már Ómarsson, Keflavík - 1995 (já)2013 Arnór Ingvi Traustason, Keflavík - 1993 (nei)2012 Jón Daði Böðvarsson, Selfossi - 1992 (nei)2011 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV - 1990 (nei)2010 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki - 1990 (nei)2009 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki - 1989 (nei)2008Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðabliki - 1990 (já)2007 Matthías Vilhjálmsson, FH - 1987 (nei)2006 Birkir Már Sævarsson, Val - 1984 (nei)2005 Hörður Sveinsson, Keflavík - 1983 (nei)2004 Emil Hallfreðsson, FH - 1984 (nei)2003 Ólafur Ingi Skúlason, Fylki - 1983 (nei)2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV - 1982 (nei)2001Grétar Rafn Steinsson, ÍA - 1982 (já)2000Helgi Valur Daníelsson, Fylki - 1981 (já)1999 Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík - 1977 (nei)1998 Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR - 1977 (nei)1997 Sigurvin Ólafsson, ÍBV - 1976 (nei)1996Bjarni Guðjónsson, ÍA - 1979 (já)1995 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV - 1974 (nei)1994Eiður Smári Guðjohnsen, Val - 1978 (já)1993 Þórður Guðjónsson, ÍA - 1973 (nei)1992 Arnar Gunnlaugsson, ÍA - 1973 (já)1991Arnar Grétarsson, Breiðabliki - 1972 (já)1990 Steinar Guðgeirsson, Fram - 1971 (já)1989 Ólafur Gottskálksson, ÍA - 1968 (nei)1988 Arnljótur Davíðsson, Fram - 1968 (nei)1987Rúnar Kristinsson, KR - 1969 (já)1986 Gauti Laxdal, Fram - 1966 (nei)1985 Halldór Áskelsson, Þór - 1965 (nei)1984Guðni Bergsson, Val - 1965 (já)Ánægður með að Aron Elís var valinn efnilegstur hjá .net, var ekki hægt að velja hann í leikmannavalinu— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) October 17, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum. 20. október 2014 19:08