Að staldra við Kári Finnsson skrifar 29. október 2014 09:02 Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar