Tíu milljónir til hvers kúabónda Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. október 2014 11:58 Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun