Guardiola hefur áhuga á að stýra Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 08:24 Guardiola á Old Trafford 4. maí 2011. Vísir/Getty Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira