Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2014 19:30 Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent