Innlent

Vigdís vill skilgreina auðlindir landsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vigdís hefur nokkrum sinnum lagt þetta til áður.
Vigdís hefur nokkrum sinnum lagt þetta til áður. Vísir / Daníel
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar, vill að forsætisráðherra fái færustu sérfræðinga á sviði auðlindaréttar til að semja frumvarp sem skilgreinir með tæmandi hætti hvað flokkist til auðlinda og hverjar auðlindir Íslands séu. Þetta kemur fram í nýrri þingsályktunartillögu.

Tveir aðrir þingmenn flokksins, þau Karl Garðarsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir, eru meðflutningsmenn að tillögunni sem var dreift í dag.

Málið hefur ítrekað komið á borð þingsins án þess að vera samþykkt. Þetta er fimmta tilraunin sem gerð er til að fela forsætisráðherra að undirbúa slíkt frumvarp. Vigdís hefur sjálf verið flutningsmaður tillögunnar í öll þau skipti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×