Áfram í fremstu röð? Ísak Rúnarsson skrifar 7. október 2014 07:00 Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun