Kótelettufélagið með glaðning á gosvaktina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 20:58 Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira