Framkvæmd hlerana verði formlega tekin til rannsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2014 15:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf, „í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en Vísir og Fréttablaðið hafa að undanförnu fjallað ítarlega um símahleranir ríkissaksóknara. Umfjöllunina má nálgast hér að neðan. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra. Þá hefur ráðherra einnig ritað réttarfarsnefnd í framhaldi af erindi tveggja lögmanna þar sem gerð er grein fyrir ýmsum atriðum er að betur mega fara að þeirra mati við meðferð sakamála. Varða þær ábendingar meðal annars samskipti lögmanna og verjenda, framsetningu dóma í sakamálum, símahlustanir, húsleit og sönnunarbyrði. Þá segir í tilkynningunni að ráðuneytinu hafi einnig borist ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands varðandi samskipti verjenda og vitna. Óskar ráðherra eftir að réttarfarsnefnd taki framangreint til skoðunar og telji nefndin ástæðu til breytinga á lögum vegna þeirra athugasemda sem þar koma fram óskar ráðherra eftir að nefndin komi með tillögur að slíkum breytingum. Þá fer ráðherra þess á leit við réttarfarsnefnd að hún taki sérstaklega til skoðunar ákvæði laga um meðferð sakamála er varða símahlustun og hvort ástæða sé til að gera breytingar á ákvæðum er varða skilyrði fyrir símahlustun sem og hvernig staðið skuli að eftirliti með slíkum aðgerðum. Telji nefndin rétt að breytingar verði gerðar á lögunum er þess óskað að nefndin sendi ráðuneytinu tillögur sínar að breytingum. Alþingi Tengdar fréttir Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf, „í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en Vísir og Fréttablaðið hafa að undanförnu fjallað ítarlega um símahleranir ríkissaksóknara. Umfjöllunina má nálgast hér að neðan. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra. Þá hefur ráðherra einnig ritað réttarfarsnefnd í framhaldi af erindi tveggja lögmanna þar sem gerð er grein fyrir ýmsum atriðum er að betur mega fara að þeirra mati við meðferð sakamála. Varða þær ábendingar meðal annars samskipti lögmanna og verjenda, framsetningu dóma í sakamálum, símahlustanir, húsleit og sönnunarbyrði. Þá segir í tilkynningunni að ráðuneytinu hafi einnig borist ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands varðandi samskipti verjenda og vitna. Óskar ráðherra eftir að réttarfarsnefnd taki framangreint til skoðunar og telji nefndin ástæðu til breytinga á lögum vegna þeirra athugasemda sem þar koma fram óskar ráðherra eftir að nefndin komi með tillögur að slíkum breytingum. Þá fer ráðherra þess á leit við réttarfarsnefnd að hún taki sérstaklega til skoðunar ákvæði laga um meðferð sakamála er varða símahlustun og hvort ástæða sé til að gera breytingar á ákvæðum er varða skilyrði fyrir símahlustun sem og hvernig staðið skuli að eftirliti með slíkum aðgerðum. Telji nefndin rétt að breytingar verði gerðar á lögunum er þess óskað að nefndin sendi ráðuneytinu tillögur sínar að breytingum.
Alþingi Tengdar fréttir Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30 Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47 „Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47 Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Segist fylgjast betur með símhlerunum Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. 23. september 2014 12:30
Vill svör um hleranir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram fjölmargar spurningar sem snúa að rannsóknum á einstaklingum 18. september 2014 16:47
„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ Formaður dómstólaráðs efast um orð Jóns Óttars Ólafssonar þess efnis að dómari færi niðrandi orðum um sakborning. 15. september 2014 06:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02
Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. 15. september 2014 21:47
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent