Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:48 Bjarni sagði ekki vilja til að byggja spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Fjárfesting í nýjum spítala nemur 60-80 milljörðum. Vísir / Ernir Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent