Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2014 16:28 Frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson og Ólína Þorvarðardóttir. Rektor Háskólans á Akureyri hvetur Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn geti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagsrkárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið Ólína óskaði eftir áliti Umboðsmanns Alþingis er varðaði ráðningarferlið. Hún var einn sex umsækjenda í starfið sem ráðið var í síðastliðið haust. Tvær leynilegar kosningar fóru fram hjá háskólaráði. Í þeirri fyrri fengu Ólína og Rögnvaldur D. Ingþórsson heimsspekingur 16 atkvæði en Sigrún 13 atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni, þar sem kosið var á milli Ólínu og Rögnvalds, hlaut Ólína 20 atkvæði og Rögnvaldur 19.Sigrún Stefánsdóttir.Mynd/Háskólinn á AkureyriHáskólaráð dró ákvörðun sína að ráða í stöðuna og var Ólína ósátt með framkvæmdina. Eftir að Sigrún var ráðin í starfið óskaði hún sem fyrr segir álits umboðsmanns. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, staðfesti við Vikudag á dögunum að umboðsmaður hefði ekkert haft við ráðningarferlið að athuga. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ segir í tilkynningu sem Eyjólfur sendir fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann segir niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor.Mynd/AkureyrarbærUmboðsmaður hefur ekki birt niðurstöðuna á vef sínum en Eyjólfur fullyrðir að þar sé farið ítarlega yfir stjórnsýslu HA í málinu. Þar komi fram að fyrrverandi rektor hafi fylgt lögum og reglum og viðhafið lögmæta stjórnsýslu við ráðninguna. „Háskólar eru ekki yfir gagnrýni hafnir og stofnunin í heild sinn getur lært mikið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Í því ljósi telur undirritaður nauðsynlegt að samfélagið í heild sinni, og háskólasamfélagið sérstaklega, geti rýnt nánar í meðferð Umboðsmanns á kærumáli Ólínu. “ Fer Eyjólfur því fram á að þeir hlutar bréfs Umboðsmanns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri, og ekki teljist njóta réttar persónuverndarlaga, verði birtir á heimasíðu Umboðsmanns Alþingis eins fljótt og verða megi. „Háskólinn á Akureyri hefur nú hafið sitt 27. starfsár og hefur eflst og þroskast með hverju árinu sem líður. Einkunnarorð skólans eru jafnrétti, framsækni, traust og sjálfstæði. Við tökum grundvallargildi okkar alvarlega og leggjum mikla áherslu á að traust ríki á milli háskólans og samfélagsins. Að sitja undir ásökunum líkt og þeim sem fram komu á haustdögum 2013, og hér er rætt um, er því stofnuninni og starfsfólki hennar afar þungbært. Það er von okkar að þeir aðilar sem létu þung orð falla um háskólann síðastliðið haust sjái að sér í framtíðinni áður en sleggjudómum er varpað um hina víðu heima samfélagsmiðla eða þeir birtir í fjölmiðlum landsins.“ Eyjólfur segir málinu lokið af hans hálfu með staðfestingu óháðs aðila á því að stjórnsýsla í ofangreindu máli hafi verið í fullu samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39 Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47 Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48 Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23 Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Rektor Háskólans á Akureyri hvetur Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn geti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagsrkárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið Ólína óskaði eftir áliti Umboðsmanns Alþingis er varðaði ráðningarferlið. Hún var einn sex umsækjenda í starfið sem ráðið var í síðastliðið haust. Tvær leynilegar kosningar fóru fram hjá háskólaráði. Í þeirri fyrri fengu Ólína og Rögnvaldur D. Ingþórsson heimsspekingur 16 atkvæði en Sigrún 13 atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni, þar sem kosið var á milli Ólínu og Rögnvalds, hlaut Ólína 20 atkvæði og Rögnvaldur 19.Sigrún Stefánsdóttir.Mynd/Háskólinn á AkureyriHáskólaráð dró ákvörðun sína að ráða í stöðuna og var Ólína ósátt með framkvæmdina. Eftir að Sigrún var ráðin í starfið óskaði hún sem fyrr segir álits umboðsmanns. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, staðfesti við Vikudag á dögunum að umboðsmaður hefði ekkert haft við ráðningarferlið að athuga. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ segir í tilkynningu sem Eyjólfur sendir fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann segir niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Eyjólfur Guðmundsson, rektor.Mynd/AkureyrarbærUmboðsmaður hefur ekki birt niðurstöðuna á vef sínum en Eyjólfur fullyrðir að þar sé farið ítarlega yfir stjórnsýslu HA í málinu. Þar komi fram að fyrrverandi rektor hafi fylgt lögum og reglum og viðhafið lögmæta stjórnsýslu við ráðninguna. „Háskólar eru ekki yfir gagnrýni hafnir og stofnunin í heild sinn getur lært mikið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Í því ljósi telur undirritaður nauðsynlegt að samfélagið í heild sinni, og háskólasamfélagið sérstaklega, geti rýnt nánar í meðferð Umboðsmanns á kærumáli Ólínu. “ Fer Eyjólfur því fram á að þeir hlutar bréfs Umboðsmanns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri, og ekki teljist njóta réttar persónuverndarlaga, verði birtir á heimasíðu Umboðsmanns Alþingis eins fljótt og verða megi. „Háskólinn á Akureyri hefur nú hafið sitt 27. starfsár og hefur eflst og þroskast með hverju árinu sem líður. Einkunnarorð skólans eru jafnrétti, framsækni, traust og sjálfstæði. Við tökum grundvallargildi okkar alvarlega og leggjum mikla áherslu á að traust ríki á milli háskólans og samfélagsins. Að sitja undir ásökunum líkt og þeim sem fram komu á haustdögum 2013, og hér er rætt um, er því stofnuninni og starfsfólki hennar afar þungbært. Það er von okkar að þeir aðilar sem létu þung orð falla um háskólann síðastliðið haust sjái að sér í framtíðinni áður en sleggjudómum er varpað um hina víðu heima samfélagsmiðla eða þeir birtir í fjölmiðlum landsins.“ Eyjólfur segir málinu lokið af hans hálfu með staðfestingu óháðs aðila á því að stjórnsýsla í ofangreindu máli hafi verið í fullu samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39 Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47 Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48 Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23 Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sigrún tekin fram yfir Ólínu Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. 23. október 2013 13:39
Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 16:47
Sigrún ekki ráðin með pantaðri niðurstöðu Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri segir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans ekki ráðast af pantaðri niðurstöðu. 23. október 2013 15:48
Skipun sviðsforseta HA frestað Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. 13. september 2013 15:23
Ólína fékk flest atkvæði Ólína Þorvarðardóttir fékk í dag flest atkvæði um stöðu sem sviðsforseti Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. 28. ágúst 2013 17:26
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent