Háskólinn á Akureyri í ósmekklegu túlkunarstríði Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2014 18:22 Ólína Þorvarðardóttir er ekki sátt með málsmeðferð háskólaráðs Háskólans á Akureyri. MYND/VÍSIR Ólína Þorvarðardóttir segir Háskólann á Akureyri hafa hafið „ósmekklegt túlkunarstríð“ um niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Rektor Háskólans á Akureyri hvatti fyrr í dag Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn gæti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagskrárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ sagði í tilkynningu sem Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, sendi fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann sagði niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Ofmælt að stjórnsýslan sé góð „Af yfirlýsingu rektors mætti til dæmis ætla að umboðsmaður hafi í úrskurði sínum lokið upp lofsorði á Háskólann á Akureyri fyrir „góða stjórnsýsluhætti" sem er af og frá“ að mati Ólínu. Hún bætir við að „þó að umboðsmaður telji sig „ekki hafa forsendur" til að átelja ákveðin atriði og skorti upplýsingar sem séu hluti af „sönnunarbyrði" sem eigi frekar heima hjá dómstólum, tel ég mjög ofmælt í yfirlýsingu rektors að stjórnsýsla þessa máls sé góð, þó að hún standist lög,“ segir Ólína. Niðurstaða Ólínu er sú að Háskólinn á Akureyri hafi sýnt slaka stjórnsýslu í umræddu máli. „Skólinn kemst upp með það því svo virðist sem lög hafi ekki verið brotin," segir dr. Ólína Þorvarðardóttir. Hún segist einnig ekki hafa óskað leyndar um títtnefndan úrskurð. Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir segir Háskólann á Akureyri hafa hafið „ósmekklegt túlkunarstríð“ um niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Rektor Háskólans á Akureyri hvatti fyrr í dag Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn gæti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagskrárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ sagði í tilkynningu sem Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, sendi fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann sagði niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Ofmælt að stjórnsýslan sé góð „Af yfirlýsingu rektors mætti til dæmis ætla að umboðsmaður hafi í úrskurði sínum lokið upp lofsorði á Háskólann á Akureyri fyrir „góða stjórnsýsluhætti" sem er af og frá“ að mati Ólínu. Hún bætir við að „þó að umboðsmaður telji sig „ekki hafa forsendur" til að átelja ákveðin atriði og skorti upplýsingar sem séu hluti af „sönnunarbyrði" sem eigi frekar heima hjá dómstólum, tel ég mjög ofmælt í yfirlýsingu rektors að stjórnsýsla þessa máls sé góð, þó að hún standist lög,“ segir Ólína. Niðurstaða Ólínu er sú að Háskólinn á Akureyri hafi sýnt slaka stjórnsýslu í umræddu máli. „Skólinn kemst upp með það því svo virðist sem lög hafi ekki verið brotin," segir dr. Ólína Þorvarðardóttir. Hún segist einnig ekki hafa óskað leyndar um títtnefndan úrskurð.
Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent