Heimsókn til fólks á flótta Toshiki Toma skrifar 29. september 2014 12:01 Heimsóknarþjónusta sjálfboðsliða hjá Rauða krossinum á Íslandi við hælisleitendur hófst árið 2006 og ég hef tekið þátt í henni frá upphafi fram til dagsins í dag. Í byrjun langar mig að fram komi þetta, ég held persónulega að við skulum hæta að nota orð ,,hælisleitandi“, sem hlaðist hefur neikvæðu gildi, og nota,,umsækjandi um alþjóðlega vernd“ eða einfaldlega ,,fólk á flótta“ í staðinn. Í mörg ár gisti flest fólk á flótta í Fit-hostel í Reykjanesbæ og nokkrum íbúðum í nágrenni. Og þangað fór heimsóknarvinahópur, sem voru fjórir í samantali, í heimsókn í hverri viku (sem sagt mánaðarlega fyrir hvern hóp). En núna hefur fólk dreifst í Reyljanesbæ og einnig í Reykjavík, því mun það vera nauðsynlegt að endurskipulegga hvernig við förum í heimsókn. Tilgangurinn heimsóknar er að brjóta niður einangrun fólks á flótta. Fólkið er komið í ókunnugt land og hér er enginn vinur, það skilur ekki tungumálið og vantar grunnupplýsingar. Auk þess veit það ekki hvað gerist á næstu dögum. Það væri jafnvel eðlilegt að fólk dytti í einangrun og festist þar. Satt að segja tel ég ekki að heimsókn okkar sjálfboðsliða getur brotið niður einangrun fólks nægilega. Margir segjast geta ekki sofið á nóttunni vegna áhyggna af framtíð sinni þó að það sé búið að eignast nokkra vini. Svo framarlega ótímabundin vernd sé ekki tryggð, er fólkið úti úr veggi sem aðgreinir það frá ,,íbúum“ á Íslandi. Engu að síður er það ekki rétt viðhorf að sjá fólkið alltaf í tengslum við ,,flótta“. Að vera á flótta er staða sem fólkið hefur lent í, en ekki hluti af mennsku þess eða persónuleika. Fólkið á jú sömu mennsku og við og persónuleiki er auðvitað mismunandi mann frá manni. Heimsóknarvinir vilja hitta ,,manneskju“ sem er á flótta núna í bili. Ég hef eignast marga vini sem voru/eru á flótta og líf mitt hefur verið auðgað vegna kynna við þá. Ég óska að margir meðal lesenda hafi áhuga á heimsóknarsatarfsemi og jákvæðan skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Heimsóknarþjónusta sjálfboðsliða hjá Rauða krossinum á Íslandi við hælisleitendur hófst árið 2006 og ég hef tekið þátt í henni frá upphafi fram til dagsins í dag. Í byrjun langar mig að fram komi þetta, ég held persónulega að við skulum hæta að nota orð ,,hælisleitandi“, sem hlaðist hefur neikvæðu gildi, og nota,,umsækjandi um alþjóðlega vernd“ eða einfaldlega ,,fólk á flótta“ í staðinn. Í mörg ár gisti flest fólk á flótta í Fit-hostel í Reykjanesbæ og nokkrum íbúðum í nágrenni. Og þangað fór heimsóknarvinahópur, sem voru fjórir í samantali, í heimsókn í hverri viku (sem sagt mánaðarlega fyrir hvern hóp). En núna hefur fólk dreifst í Reyljanesbæ og einnig í Reykjavík, því mun það vera nauðsynlegt að endurskipulegga hvernig við förum í heimsókn. Tilgangurinn heimsóknar er að brjóta niður einangrun fólks á flótta. Fólkið er komið í ókunnugt land og hér er enginn vinur, það skilur ekki tungumálið og vantar grunnupplýsingar. Auk þess veit það ekki hvað gerist á næstu dögum. Það væri jafnvel eðlilegt að fólk dytti í einangrun og festist þar. Satt að segja tel ég ekki að heimsókn okkar sjálfboðsliða getur brotið niður einangrun fólks nægilega. Margir segjast geta ekki sofið á nóttunni vegna áhyggna af framtíð sinni þó að það sé búið að eignast nokkra vini. Svo framarlega ótímabundin vernd sé ekki tryggð, er fólkið úti úr veggi sem aðgreinir það frá ,,íbúum“ á Íslandi. Engu að síður er það ekki rétt viðhorf að sjá fólkið alltaf í tengslum við ,,flótta“. Að vera á flótta er staða sem fólkið hefur lent í, en ekki hluti af mennsku þess eða persónuleika. Fólkið á jú sömu mennsku og við og persónuleiki er auðvitað mismunandi mann frá manni. Heimsóknarvinir vilja hitta ,,manneskju“ sem er á flótta núna í bili. Ég hef eignast marga vini sem voru/eru á flótta og líf mitt hefur verið auðgað vegna kynna við þá. Ég óska að margir meðal lesenda hafi áhuga á heimsóknarsatarfsemi og jákvæðan skilning.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar