Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 12:15 vísir/egill aðalsteinsson Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson. Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson.
Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira