Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 12:15 vísir/egill aðalsteinsson Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson. Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson.
Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira