Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2014 11:08 Vísir/Valli Félag bókagerðarmanna mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%. Sömuleiðis mótmælir stjórn félagsins auknum álögum á þorra launafólks sem hún segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér. Þetta kemur fram í ályktunum sem FBM sendir fjölmiðlum í dag. „Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka. „Það væri afleit þróun fyrir íslenska tungu og menningu að ógleymdri lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og sölu bóka á Íslandi. Nær væri að stjórnmálamenn sýndu íslenskri menningu og tungu stuðning í verki og afnæmu virðisaukaskatt á bókum á öllum vinnslustigum og styrku þannig greinina alla. Þá stæðum við keik á tyllidögum og værum raunveruleg bókaþjóð. Stjórn Félags bókagerðarmanna, 16. september 2014.“ Þá mótmælir stjórn FBM auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar feli í sér. „Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 7% í 12% kemur verst niður á tekjulægri heimilum. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta þegar útgjöld vegna matvæla eru skoðuð. Kerfisbreytingin eykur á hættu að verðlag hækki meira en efni standa til.“ Segir stjórnin að fólk í atvinnuleit mæti skilningsleysi. „Stjórn FBM mótmælir harðlega skerðingu á bótarétti vegna atvinnuleysisbóta, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bótarétti úr þremur árum í 2 og hálft ár er veruleg og veldur því að fjöldi fólks þarf að leita til sveitarfélaga um framfærslu sem eru þung skref. Atvinnuleysi minnkar ekki við það að velta vandanum yfir á sveitarfélögin og mikilvægara er að halda úti virkum vinnumarkaðsúrræðum.“ Þá skorar stjórn FBM á stjórnvöld að halda í heiðri það samkomulag um að koma með fjármagn inn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eins og kveðið er á um í lögum frá árinu 2012 en ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06 Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félag bókagerðarmanna mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%. Sömuleiðis mótmælir stjórn félagsins auknum álögum á þorra launafólks sem hún segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér. Þetta kemur fram í ályktunum sem FBM sendir fjölmiðlum í dag. „Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka. „Það væri afleit þróun fyrir íslenska tungu og menningu að ógleymdri lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og sölu bóka á Íslandi. Nær væri að stjórnmálamenn sýndu íslenskri menningu og tungu stuðning í verki og afnæmu virðisaukaskatt á bókum á öllum vinnslustigum og styrku þannig greinina alla. Þá stæðum við keik á tyllidögum og værum raunveruleg bókaþjóð. Stjórn Félags bókagerðarmanna, 16. september 2014.“ Þá mótmælir stjórn FBM auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar feli í sér. „Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 7% í 12% kemur verst niður á tekjulægri heimilum. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta þegar útgjöld vegna matvæla eru skoðuð. Kerfisbreytingin eykur á hættu að verðlag hækki meira en efni standa til.“ Segir stjórnin að fólk í atvinnuleit mæti skilningsleysi. „Stjórn FBM mótmælir harðlega skerðingu á bótarétti vegna atvinnuleysisbóta, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bótarétti úr þremur árum í 2 og hálft ár er veruleg og veldur því að fjöldi fólks þarf að leita til sveitarfélaga um framfærslu sem eru þung skref. Atvinnuleysi minnkar ekki við það að velta vandanum yfir á sveitarfélögin og mikilvægara er að halda úti virkum vinnumarkaðsúrræðum.“ Þá skorar stjórn FBM á stjórnvöld að halda í heiðri það samkomulag um að koma með fjármagn inn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eins og kveðið er á um í lögum frá árinu 2012 en ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06 Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42
Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06
Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30