Varar við stormi á sunnudag Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2014 12:13 Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. Vísir/Getty Veðurstofan varar við stormi sem gengur yfir landið á sunnudaginn, en þetta eru leifar hitabeltislægðarinnar Cristobal sem olli tjóni á eyjum í Karíbahafi um helgina. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við suðaustan og austanvindi, 15 til 25 metrum á sekúndu. „Mjög snarpar vindhviður við fjöll. Talsverð rigning víða um land og mikil úrkoma SA-til. Heldur hægari vindur undir kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.“ Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. „Enn er nokkur óvissa um hversu slæmt nákvæmlega veðrið verður, en eftir því sem nær líður að sunndeginum minnkar óvissan í veðurspánni. Það má þó þegar gera ráð fyrir sérlega vinda- og vætusömum sunnudegi.“ „Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um helgina. Á þriðjudaginn náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Þegar þetta er skrifað (kl. 12 fim. 28. ágúst) er Cristobl staddur um 700 km A af A-strönd Bandaríkjanna og er á leið NA. Vanalega minnka fellibylir þegar þeir fara til norðurs yfir kaldari sjó. Spár gera ráð fyrir að þegar Cristobal nálgist Nýfundnaland mæti hann köldu lofti sem streymir til SA af Labrador hafi og það ásamt samspili við háloftavindröst viðheldur styrk hans að nokkru leyti. Það má því segja að lægðin sem veldur óveðrinu á sunndag séu leifarnar af fellibylnum Cristobal.“ Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi sem gengur yfir landið á sunnudaginn, en þetta eru leifar hitabeltislægðarinnar Cristobal sem olli tjóni á eyjum í Karíbahafi um helgina. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við suðaustan og austanvindi, 15 til 25 metrum á sekúndu. „Mjög snarpar vindhviður við fjöll. Talsverð rigning víða um land og mikil úrkoma SA-til. Heldur hægari vindur undir kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.“ Veðurstofan vill beina þeim orðum til fólks að þar sem þetta sé fyrsta óveðrið eftir sumarið, að festa niður hluti sem geta fokið. „Enn er nokkur óvissa um hversu slæmt nákvæmlega veðrið verður, en eftir því sem nær líður að sunndeginum minnkar óvissan í veðurspánni. Það má þó þegar gera ráð fyrir sérlega vinda- og vætusömum sunnudegi.“ „Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um helgina. Á þriðjudaginn náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Þegar þetta er skrifað (kl. 12 fim. 28. ágúst) er Cristobl staddur um 700 km A af A-strönd Bandaríkjanna og er á leið NA. Vanalega minnka fellibylir þegar þeir fara til norðurs yfir kaldari sjó. Spár gera ráð fyrir að þegar Cristobal nálgist Nýfundnaland mæti hann köldu lofti sem streymir til SA af Labrador hafi og það ásamt samspili við háloftavindröst viðheldur styrk hans að nokkru leyti. Það má því segja að lægðin sem veldur óveðrinu á sunndag séu leifarnar af fellibylnum Cristobal.“
Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira