Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls. Vefmyndvélar Mílu sýna að kvika streymir upp á yfirborðið. Kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp á yfirborðið norðan jökulsins á íslausu svæði.
„Vísindamenn hafa einnig staðfest að um flæðandi kviku sé að ræða.“
Gosið er í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls þar sem sprungur hafa verið að myndast í hrauninu og við jökulsporðinn.
„Það sem við sjáum núna er að sprungan er nokkur hundruð metra löng þar sem kvikan kemur upp,“ segir Melissa, þrátt fyrir að hafa talað um fjögurra kílametra langa sprungu í myndbandinu. Fréttamaður ráðfærði sig aftur við sérfræðinginn og þá hafði hún mismælt sig.
Vísindamenn urðu varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli þegar farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í gær.
Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna.
„Þetta gos er á öðru svæði en þar sem vísindamennirnir urðu varir við sigkatlana í gær. Þetta gos er um fimm kílómetra norður af Dyngjujökli.“