Grindavík vann afar mikilvægan sigur á Víking Ólafsvík í dag, en lokatölur urðu 1-0 á Ólafsvíkurvelli.
Tomislav Misura skoraði fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks. Eyþór Helgi Birgisson, framherji Víkings, fékk svo að líta rauða spjaldið tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Björn Berg Bryde innsiglaði 2-0 sigur Grindavíkur í uppbótartíma.
Grindavík fór með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar en mikill pakki er á botninum. Það munar einungis þremur stigum á Haukum, sem eru í sjöunda sæti og BÍ/Bolunagrvík sem er í ellefta. Víkingur er í sjötta sæti.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir af urslit.net.
