Grimmdarverkin halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 12:00 vísir/ap Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan. Gasa Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan.
Gasa Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira