

Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum.
Stjórnvöld í Ísrael hafa greint frá því að herinn muni herða sókn á Gazasvæðinu og hefur átján þúsund manna varalið hefur verið kallað út. Fjöldi hermanna Ísraelshers er því komin í sextíu og fimm þúsund.
Ísraelsher hóf í nótt harðar árásir á jörðu niðri yfir landamæri Gaza og herða nú aðgerðir sínar gegn Hamas og öðrum palenstínskum baráttuhópum. Mikið mannfall varð meðal íbúa Gaza í nótt.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst miðla málum í deilunni á Gasa en líkur á vopnahléi eru ekki taldar miklar.
Ísraelsforseti hefur beðist afsökunar vegna dauða fjögurra palestínskra barna sem létust í loftárás Ísraelshers á strönd á Gaza í gær.
Ísraelsmenn hafa lýst því yfir að hlé verði gert á árásum á Gaza á morgun og mun það standa yfir í fimm klukkustundir, frá klukkan 10 að morgni til klukkan 15.
sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael.
Hamas-liðar hafa skotið þremur eldflaugum á Ísrael í miðju fimm stunda vopnahléi sem samið var um.
Enn einu sinni hefur ófriður blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Enn eina ferðina ofbýður fólki um allan heim framganga Ísraela, sem hafa yfirhöndina í krafti yfirgnæfandi hernaðarmáttar og hafa fellt tugi óbreyttra borgara í árásum sínum á Hamas-hreyfinguna, þar á meðal fjölda kvenna og barna.