Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 10:20 Erna Solberg ávarpaði þjóð sína í miðborg Óslóar í morgun í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá ódæðisverkunum í Útey þar sem 77 létu lífið. Vísir/AFP Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira