Þrýstingur eykst um að friður komist á Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2014 19:05 Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna. Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna.
Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira