Ísraelsher varaði í íbúa í gær við yfirvofandi árásum og eru þúsundir ísraelska hermanna komnir að landamærum Gaza. Gerðar voru árásir á yfir fjörutíu staði á Gazaströndinni í gær og sprengdar voru þrjár bækistöðvar Hamas, sem notaðar voru til að þjálfa liðsmenn samtakanna. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas samtakanna, en talið er að um 77 þeirra föllnu séu almennir borgarar. Talið er að Palestínumenn hafi skotið um þúsund flugskeytum á Ísrael síðustu daga, enn hefur ekkert manntjón hlotist af því. Nokkrir hafa þó særst.

