Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2014 23:46 Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. Átta ára gamalt barn og tveir unglingar eru þar á meðal og er þetta blóðugasti dagurinn á þessu svæði frá því að átök hófust og eru þetta mestu átök frá því í átta daga stríði Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. Loftskeyti var skotið á hús í Khan Yunis í suðurhluta Gaza og féllu þar sjö og særðust tuttugu og fimm. Það er mannskæðasta árás sem gerð var í dag og kjölfarið lýstu liðsmenn Hamas samtakanna yfir því að hefnt yrði fyrir árásina og að allir Ísraelsmenn yrðu nú skotmörk samtakanna. Hamas skutu yfir 130 loftskeytum til Ísraels í dag. Þar á meðal var loftskeytum skotið yfir til Jerúsalem, Tel Aviv og Haifa. Loftvarnarflautur voru þreyttar í Jerúsalem og var sprengjunum varpað skömmu síðar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem sprengjum er varpað á Jerúsalem síðan árið 2012. Liðsmenn Hamas hafa áður sagt að eldflaugarnar séu svar við yfirgangi Zionista, en þetta var í kjölfar ásakana um að Ísraelsher hefði drepið fimm Hamasliða. Því hafna hins vegar Ísraelar. Ásakanir ganga á víxl milli þessara stríðandi fylkinga en stigvaxandi spenna er á svæðinu eftir að þrír ísraelskir unglingar fundust myrtir fyrir rúmri viku og var því svarað með hrottalegu morði á palestínsku ungmenni. Varað er við myndskeiðum sem fylgja þessari frétt. Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. Átta ára gamalt barn og tveir unglingar eru þar á meðal og er þetta blóðugasti dagurinn á þessu svæði frá því að átök hófust og eru þetta mestu átök frá því í átta daga stríði Ísraels- og Palestínumanna árið 2012. Loftskeyti var skotið á hús í Khan Yunis í suðurhluta Gaza og féllu þar sjö og særðust tuttugu og fimm. Það er mannskæðasta árás sem gerð var í dag og kjölfarið lýstu liðsmenn Hamas samtakanna yfir því að hefnt yrði fyrir árásina og að allir Ísraelsmenn yrðu nú skotmörk samtakanna. Hamas skutu yfir 130 loftskeytum til Ísraels í dag. Þar á meðal var loftskeytum skotið yfir til Jerúsalem, Tel Aviv og Haifa. Loftvarnarflautur voru þreyttar í Jerúsalem og var sprengjunum varpað skömmu síðar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem sprengjum er varpað á Jerúsalem síðan árið 2012. Liðsmenn Hamas hafa áður sagt að eldflaugarnar séu svar við yfirgangi Zionista, en þetta var í kjölfar ásakana um að Ísraelsher hefði drepið fimm Hamasliða. Því hafna hins vegar Ísraelar. Ásakanir ganga á víxl milli þessara stríðandi fylkinga en stigvaxandi spenna er á svæðinu eftir að þrír ísraelskir unglingar fundust myrtir fyrir rúmri viku og var því svarað með hrottalegu morði á palestínsku ungmenni. Varað er við myndskeiðum sem fylgja þessari frétt.
Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira