Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 10. júní 2014 15:15 Frá undirrituninni í Hofi í dag. Vísir/Sveinn Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25